Undirritaður hefur starfað við fasteignamiðlun og sölu fasteigna frá því árið 1996, eða í 20 ár. Á þeim tíma hef ég kappkostað að veita viðskiptavinum mínum faglega, trausta og ábyrga þjónustu með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Ég legg áherslu á persónuleg og vönduð vinnubrögð frá því að eign er tekin til sölumeðferðar og þar til að afsal er gefið út og viðskiptunum lýkur. Í því felst, þekking og reynsla á fasteignamarkaði, þægilegt viðmót, metnaðarfull myndataka og kynning eigna, eftirfylgni, ásamt vandaðri skjalagerð alla leið í ferlinu. Ég veit sem er að í fasteignasölu sem og öðru skiptir gott orðspor, traust og heiðarleiki öllu máli. Það er því á þeim grunni sem ég byggi störf mín.
Kveðja Einar Guðmundsson Lögg. fasteignasali
Sjá staðsetningu á korti.