Einar Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Skólavörðustígur 3, 101 Reykjavík (Miðbær)
95.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
130 m2
95.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1948
Brunabótamat
69.950.000
Fasteignamat
94.700.000

EG-fasteignamiðlun kynnir:

SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 3 - BJÖRT OG FALLEG ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ Í REISULEGU OG FALLEGU STEINHÚSI Í HJARTA BORGARINNAR.

Húsið sem er teiknað af Einar Sveinssyni arkitekt, er 5. hæðir og kjallari og telur fjóra eignarhluta. Á 1. hæð er verslun, íbúðir eru á 2. og 3. hæð og skrifstofurými á 4. og 5. hæð.


Komið er inn í húsið um sameiginlegan inngang úr undirgöngum inn í stigahús með fallegu Terrazzo gólfi.
Stigapallur fyrir framan íbúð nýtist ágætlega fyrir útiflíkur og skótau.
Komið er inn í íbúðina inn í stórt, bjart og opið stofurými með parketi og stórum gluggum. Auðvelt væri að bæta við herbergi í enda stofunnar.
Opið eldhús með parketi og nýrri innréttingu með miklu skúffu og skápaplássi og blástursofni í vinnuhæð. Stór eyja með AEG spanhelluborði með viftuháf yfir.
Nýlega endurnýjað baðherbergi, er flísalagt í hólf og gólf og þar er hringlaga vaskur í borðplötu, upphengt salerni, sturtuklefi, handklæðaofn og gluggi.
Tvö svefnherbergi og frá öðru þeirra er útgengt út á svalir sem snúa út á baklóðina.

Í kjallara er stór sér geymsla þar sem komið hefur verið fyrir þvottaaðstöðu fyrir íbúðina.  Geymsla er mjög rúmgóð og mætti mögulega nýta hana til útleigu, sem t.d. lagerrými eða ljósmyndastúdíó svo eitthvað sé nefnt.

Þetta er björt og falleg íbúð við eina þekktustu götu borgarinnar. Eignin og staðsetningin bjóða upp á marga möguleika við nýtingu hennar, eins og t.d. skrifstofu og vinnurými fyrir hina ýmsu starfsemi, sem kann að henta vel að vera í miðdepli borgarinnar.

Birt stærð eignarinnar er 130,6 fm og þar af er geymslan 30,2 fm.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767
[email protected]



 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.