Einar Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Safamýri 61, 108 Reykjavík (Austurbær)
121.900.000 Kr.
Hæð/ Hæð í þríbýlishúsi
6 herb.
191 m2
121.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1963
Brunabótamat
81.260.000
Fasteignamat
113.150.000

EG-fasteignamiðlun kynnir:

SAFAMÝRI 61 - GLÆSILEG OG MIKIÐ ENDURNÝUÐ EFR SÉRHÆÐ OG BÍLSKÚR Í REISULEGU OG FALLEGU ÞRÍBÝLIHÚSI Á EFTIRSÓTTUM STAÐ MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA - MIKIL EFTIRSPURN VAR EFTIR HENNI OG ÞVÍ VANTAR FLEIRRI SAMBAÆRILEGAR EIGNIR Á SKRÁ.
Er með kaupendur á skrá, sem eiga minni eignir, með eða án bílskúr í hverfinu, sem vilja stækka við sig. 

Birt stærð eignarinnar er 191,9 fm og þar af bílskúrinn 30,3 fm, sér þvottahús er 11 fm og sér geymsla 6,2 fm.


Komið er inn um sérinngang inn í snyrtilegan teppalagðan stigauppgang.
Á stigapalli er góður fataskápur og gestasnyrting með upphengdu salerni og glugga.
Stór og björt stofa og borðstofa með parketi og fallegum arni. Útgengt er úr stofu út á stórar flísalagðar svalir í suðaustur þar sem sólar nýtur við frá sólarupprás og fram á kvöld, þegar svo ber við.
Eldhús er með parketi á gólfi og hvítri innréttingu með góðu skúffu og skápaplássi. Ofn í vinnuhæð og helluborð með háf yfir.
Innaf stofu er svefnherbergi með parketi.
Herbergjagangur með parketi.
Þar er rúmgott hjónaherbergi með parketi og fataskáp.
Tvö barnaherbergi með parketi og eru lausir skápar í öðru þeirra.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og þar er upphengt salerni, vaskur í innréttingu, baðkar með sturtuhlíf, handklæðaofn og gluggi.

Á jarðhæð er sér geymsla og sér þvottahús og undir útitröppum er sameiginleg geymsla.
Góður bíksúr með hita, köldu vatni og rafmagni, nýlegri bílskúrshurð og útgangs hurð út í garðinn að bakatil. Fyrir framan bílskúrinn er upphitað hellulagt plan.

Stór sameiginleg lóð með grasflöt og trjágróðri.

Frábær staðsetning þar sem örstutt er í grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla og íþróttasvæðið í Safamýri. Göngufæri er í Kringluna og aðra verslunar og þjónustukjarna í næsta nágrenni.

Þekkt viðhald og endurbætur íbúðar og húss:
Íbúð:
2005 varið farið í miklar endurbætur á íbúðinni. Þá var skipt um öll gólfefni og baðherbergi, getsasalerni og eldhús endurnýjað frá A-Ö. Allt rafmagn í íbúðinni endurnýjað með nýjum ídrætti og allir rofar og tenglar endurnýjaðir. Þá var greinatafla í íbúð endurnýjuð og settir lekaliðar fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. 
2007 var allt glerí íbúðinni endurnýjað nema í stofugluggum en skipt varum gler í þeim 2020.
Hús:
2010
voru skólplagnir fóðraðar.
2019 var skipt um járn á þaki og sett dren á noðrurhlið hússins.
2020 var skipt um stóra gluggan í stigauppgangnum.
2022 var húsið viðgert og málað að utan og á sama tíma var skipt um allt járn á gluggum hússins.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767
[email protected]






 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.