Einar Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Þórsgata 12, 101 Reykjavík (Miðbær)
89.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
125 m2
89.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1963
Brunabótamat
41.000.000
Fasteignamat
57.650.000

EG-fasteignamiðlun kynnir:

ÞÓRSGTA 12 - SÉRSTAKLEGA BJÖRT, FALLEG OG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 4-5 HERBERGGJA ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ(EFSTU) Í REISULEGU OG FALLEGU SEX ÍBÚÐA FJÖLBÝLISHÚSI Í HJARTA BORGARINNAR - GLÆSILEGT  ÚTSÝNI


Birt flatarmál eignarinnar hjá Þjóðskrá Íslands er samtals 125,6 fm og þar af er geymsla í kjallara 9,8 fm.
Lýsing eignar:
Komið er inn í hol með parketi og fataskáp.
Stór og björt samliggjandi stofa og borðstofa með parketi og stórum gluggum og útgengi út á svalir í suðaustur með útsýni þar sem m.a. Hallgrímskirkja blasir við.
Innaf stofu er herbergi með parketi á gólfi og rennihurð.
Baðherbergið sem er endurnýjað, er flísalagt í hólf og gólf og þar er upphengt salerni, innrétting og baðkar með sturtuhlíf. Hiti í gólfi.
Stórt endurnýjað eldhús með korkflísum á gólfi og fallegri innréttingu með stórri eyju. Í innréttingunni sem er með miklu skúffu og skápaplássi, er tengt fyrir bæði uppþvottavél og þvottavél.
Niðurtekinn ljósapanell með dimmanlegri ledlýsingu, borðkrókur við glugga og "franskar svalir" með frábæru útsýni til sjávar og þar sem sést til Snæfelljökuls í góðu skyggni svo ekki sé minnst á sólarlagið sem skapar stórkostlegt sjónarspil við sjóndeildarhringinn þegar svo ber undir.
Á herbergjagangi eru tvö svefnherbergi með korkflísum á gólfi, annars vegar rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og svo minna barnaherbergi með fataskáp.
Árið 2016 voru bæði eldhús og baðherbergi endurnýjuð sem og gólfefni í herbergjum og settir nýir HTH fataskápar í svefnherbergin og holið.
Í kjallara er stór og góð sérgeymsla með glugga. Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi sem er í dag notað er sem sameiginleg geymsla.  Stigahúsið er einkar snyrtilegt þar sem málverk á veggjum gefa skemmtilegan svip.
Húsið hefur fengið mjög gott viðhald í gegnum árin og verið talsvert endurnýjað síðustu ár.
Árið 2019 voru skólplagnir undir húsinu fóðraðar og haustið 2021 var húsið viðgert og málað að utan og þakið endurnýjað. Skipt var um þær fjalir sem þurfti að skipta um settur tvöfaldur pappi og nýtt þakjárn, túður og rennur. 
Á sama tíma voru öll gólf sameignar í kjallara máluð sem og sorpgeymslan og lýsing í sameign endurbætt. Einnig var settur nýr fellistigi upp á þakloftið. 
Húsið er frábærlega staðsett í hjarta borgarinnar og örstutt er í alla þá þjónustu og menningu sem miðborgin býður upp á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.