EG- fasteignamiðlun kynnir:
RÁNARGATA 10 - BJÖRT, FALLEG OG SJARMERANDI ÓSAMÞYKKT CA. 43 FM ÍBÚÐ Í RISI MEÐ MIKILLI LOFTHÆÐ Í REISULEGU HÚSI Í HJARTA MIÐBORGARINNAR.Gegnið er inn um sameiginlegan inngang með einni annari íbúð, að bakatil, inn í teppalagðan stigagang.
Íbúðin er eitt opið rými, sem stúkast niður í stofurými, svefnkrók með fataskáp og eldhús. Í eldhúsi er ágæt innrétting með góðu skúffu og skápplássi.
Að auki er baðherbergi með upphengdu salerni og sturtuklefa.
Fyrir ofan baðherbergi er lítið geymsluloft.
Mikil lofthæð, bitar í lofti og upprunalegar gólffjalir gefa eigninni skemmtilegt "rustic "yfirbragð.
Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni með hinni íbúðinni á hæðinni og þar er nýleg sameiginleg þvottavél.
Frábær staðsetning í hjarta miðborgarinnar þar sem iðandi mannlíf, menning og þjónusta er við hendina. Einnig er örstutt út á líflegt og ört vaxandi svæði við höfnina og út á Granda.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767
[email protected]