EG - fasteignamiðlun kynnir:
FRAKKASTÍGUR 14 - BJÖRT, FALLEG OG STÍLHREIN CA 91 FM ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í REISULEGU OG FALLEGU HÚSI Í HJARTA BORGARINNAR.Komið er inn um sérinngang inn í flíslagða forstofu með fatahengi.
Innaf forstofu er geymsla.
Baðherbergi er flísalgt í hólf og gólf og þar er upphengt salerni og flísalögð steypt sturta með innbyggðum tækjum, sem nýta má sem setlaug. Tengt er fyrir þvottavél á baði.
Samliggjandi stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Auðvelt væri að stúka af þriðja svefnherbergið af stofunni en þannig er ibúðin teiknuð.
Eldhúsið sem er opið við stofu er með hvítsprautulakkaðri innréttingu með miklu skúffu og skápaplássi og eldunareyju með stórri eldavél með fimm hellna gashelluborði.
Barnaherbergi með parketi.
Hjónaherbergi er með parketi og fataskáp.
Íbúðin er einkar skemmtilega skipulögð og stórir og fallegir gluggar ásamt ríflegri lofthæð gefa henni mikinn karakter. Innbyggð halógenlýsing og hátalarar í loftum.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767
[email protected]