Einar Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Látraströnd 28, 170 Seltjarnarnes
89.500.000 Kr.
Fjölbýli
8 herb.
190 m2
89.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1967
Brunabótamat
54.400.000
Fasteignamat
77.850.000

LÁTRASTRÖND 28 - CA. 19O FM ENDARAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM  Á VINSÆLUM STAÐ Á SELTJARNANESI
SEX SVEFNHERBERGI OG INNBYGGÐUR BÍLSKÚR-FALLEGT ÚTSÝNI TIL NORÐURS.
GÓÐUR MÖGULEIKI Á AÐ SKIPTA HÚSINU UPP Í TVÖ ÍBÚÐARRÝMI MEÐ SÉRINNGANGI.

LAUS STRAX - LYKLAR Á SKRIFSTOFU.


Komð er inn í flísalagða forstofu með fataskáp.
Inn af forstofu er  flísalagt gestasalerni með upphengdu salerni, innréttingu og sturtu.
Á herbergjagangi neðri hæðarinnar eru þrjú svefnherbergi með parketi og er útgengt úr einu þeirra út á baklóðina.
Einnig er á neðri hæðinni þvottahús með útgengi út á framlóðina.
Nokkrar tröppur með Sílateppi liggja upp í bjarta og rúmgóða parketlagða stofu á millipalli með mikilli lofthæð. Þar er arinn og útgengt út í garðinn.
Teppalagður stii liggur upp á efstapallinn.
Þar er eldhús og borðstofa með parketi.
Á herbergjagangi eru þrjú svefnherbergi með parketi og baðherbergi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er baðkar, sturta og innrétting.
Svalirnar á norður hliðinni eru yfirbyggðar og feldar inn í íbúðarrými efrihæðarinnar. 
Glæsilegt sjávarútsýni er til norðurs með fjallahringinn Esjuna, Skarðsheiðina og Akrafjallið í baksýn.
Innbyggður bílskúr með hita, vatni og rafmagni.
Húsið er allt klætt með álplötum.
Afgirtur suðurgarður með grasflöt og trjágróðri. 

Skipulag íbúðar er ekki í samræmi við samþykktar teikningar. M.a. hefur baðherbergi verið stækkað út á svalir og ekki vitað hvort burðarþol svala hafi verið kannað við þessar breytingar. Leka hefur orðið vart við svalalokanir og rakaummerki má sjá á jarðhæð
Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún er við skoðun.Allar nánari upplýsigar veitir:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767
[email protected]


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.