Daggarvellir, Hafnarfjörður

 • Tegund:
  Fjölbýli
 • Stærð:
  111
 • Fasteignamat:
  37.750.000
 • Brunabótamat:
  35.410.000
 • Áhvílandi:
  0
 • Herbergi:
  4
 • Svefnherbergi:
  2
 • Baðherbergi:
  1
 • Stofur:
  2
 • Þvottahús:
 • Bílskúr:
  nei

Verð: 46.900.000 kr

Daggarvellir, Hafnarfjörður

EG-fasteignamiðlun kynnir:DAGGARVELLIR 4A - SÉRLEGA FALLEG CA. 112 FM ENDAÍBÚÐ Á 5. HÆÐ(EFSTU) ÁSAMT STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Í GÓÐU FJÖLBÝLISHÚSI MEÐ LYFTU Á VÖLLUNUM Í HAFNARFIRÐI. - CA. 20 FM HORNSVALIR MEÐ GLERSVALAOKUN OG STÓRGLÆSILEGU ÚTSÝNI.EIGIN ER SELD OG VAR MIKIL EFTIRSPURN EFTIR HENNI OG ÞVÍ VANTAR FLEIRRI SAMBÆRILEGAR EIGNIR Á SKRÁ.Íbúðin er mjög vel staðsett í suðvesturenda í 5 hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Sérinngangur er af svölum og er aðkoma að íbúðinni mjög góð. Góð sérgeymsla er á sömu hæð og íbúðin.

Allar hurðir og innréttingar í íbúðinni eru sérsmíðar úr fallegri eik og sérlega vel hannaðar og útfærðar til að þær nýtist sem best. Eikarparket er á öllum gólfum nema á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi þar sem eru flísar.
Komið er inn um sérinngang af svölum inn í flísalagða rúmgóða forstofu með glugga, góðum fataskáp og setustól með snögum fyrir ofan.

Hol er með parketi. 

Rúmgott hjónaherbergi er með parketi og stórum góðum fataskáp.

Annað svefnherbergi er á móti hjónaherberginu og er það einng með parketi og fataskáp auk þess inn í því er sérsmíðuð hillueining og skrifborð sem fylgja með í kaupunum ef vill.

Eldhúsið er með sérlega fallegri innréttingu með flísum á milli neðri og efri skápa sem ná allveg upp í loft. Einnig er fallegur hornskápur með gleri í hurðum sem hentar vel undir betra leirtau og áfast eldhúsborð og yfir því hillueining. Fallegt útsýni er frá eldhúsglugga í suðaustur.

Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og þar er sturtuklefi, falleginnrétting, skápur og handklæðaofn.

Innaf baðherbergi er flísalagt þvottahús með vinnuborði, hillum og góðum skáp.

Björt og rúmgóð samliggjandi stofa og borðstofa með parketi. Ef vill þá er auðvelt að bæta við þriðja svefnherberginu á kostnað borðstofu.

Frá stofunni er útgengt út á ca. 20 fm hornsvalir með lausum viðarplönkum á gólfi og glersvalalokun alla leið. Stórglæsilegt útsýni yfir, Reykjanesskagann með sinn fallega fjallagarð með Keili fremstan í flokki, til sjávar og út á Snæfellsnesið þar sem Snæfellsjökull nýtur sín vel í góðu veðri. Þegar sólar nýtur við er hún á svölunum allt frá sólarupprás í austri þar til hús sest í vestri með stórkostlegri litadýrð á sumarkvöldum.Á hæðinni er rúmgóð  sérgeymsla með hillum, borði og skáp. Sameiginleg hjólageymsla er á jarðhæð. Í lokaðri bílageymslu fylgir svo sérmerkt bílastæði.

 

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd